Skip to main content

Þverfræðilegt rannsóknarsamstarf: Kostir, gallar, ávinningur?

Þverfræðilegt rannsóknarsamstarf: Kostir, gallar, ávinningur?  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. nóvember 2023 12:00 til 13:30
Hvar 

Oddi

O-106

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í nýrri stefnu Háskólans, HI-26, er hvatt til þverfaglegrar og þverfræðilegrar samvinnu í rannsóknum og víðar, en merking hugtakanna er ekki öllum ljós. Af þessu tilefni efnir Félagsvísindasvið til málstofu um málefnið. Í málstofunni ræðir fræðafólk á félagsvísindasviði reynslu sína af því að leiða stór þverfræðileg rannsóknaverkefni.

Framsögu hafa þau Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor í fötlunarfræði, Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir, prófessorar í mannfræði, og Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði.

Að lokinni framsögu þeirra eru almennar umræður um kosti, galla og ávinning þverfræðilegra rannsókna.

Fundarstjóri Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði.

Öll velkomin.