Skip to main content

Þverfagleg samvinna Grikkja og Íslendinga í rannsóknum

Þverfagleg samvinna Grikkja og Íslendinga í rannsóknum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. október 2023 13:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 10. október 2023 verður haldið málþing í Háskóla Íslands, þar sem leiddir verða saman Grikkir og Íslendingar og fjallað um núverandi samstarf og mögulega samvinnu þessara þjóða til framtíðar á sviði rannsókna. Að málþinginu standa Agricultural University of Athens (AUA) í Aþenu, Grikklandi, og Háskóli Íslands.

Eftir kynningu á háskólunum tveimur verður fjallað um Vatnatilskipun Evrópusambandsins, sem bæði löndin hafa innleitt. Uppbyggingarsjóður EES, sem var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegri mismunun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja, verður kynntur en Grikkir hafa verið öflugir í að afla sér styrkja úr sjóðnum.

Á málþinginu verða kynnt þverfagleg rannsóknarverkefni sem unnin eru í samvinnu Grikkja og Íslendinga, styrkt af Uppbyggingasjóði EES, auk þess sem kynntar verða margvíslegar rannsóknir í jarðfræði, líffræði og verkfræði sem ýmist eru unnar við HÍ eða AUA, og geta hæglega orðið vettvangur frekari samvinnu ríkjanna.

Dagskrá málþingsins

Málþingið fer fram á ensku og verður haldið kl. 13–17 í stofu A 220 á annarri hæð í Aðalbyggingu HÍ þriðjudaginn 10. október. Allir velkomnir.

Þriðjudaginn 10. október 2023 verður haldið málþing í Háskóla Íslands, þar sem leiddir verða saman Grikkir og Íslendingar og fjallað um núverandi samstarf og mögulega samvinnu þessara þjóða til framtíðar á sviði rannsókna. Að málþinginu standa Agricultural University of Athens (AUA) í Aþenu, Grikklandi, og Háskóli Íslands.

Þverfagleg samvinna Grikkja og Íslendinga í rannsóknum