Skip to main content

Þjóðfræði handan þess mannlega

Þjóðfræði handan þess mannlega - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. maí 2022 16:00 til 17:00
Hvar 

Oddi

Stofa 202

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari er Tok Thompson, prófessor í þjóðfræði og mannfræði við University of Southern California.

Getur api gert tilkall til ljósmyndar af sér? Geta gervimenni átt einhvern þegnrétt? Spurningar á borð við þessar tilheyra ekki lengur bara vísindaskáldskap.

Í fyrirlestrinum verða færð rök fyrir því að þjóðfræðin sé í lykilstöðu til að takast á við spurningar af þessum toga, en um leið þurfi að útvíkka sjóndeildarhring fagsins þannig að það taki líka til ómennskra gerenda. Í pósthúmanisma fléttast saman tveir meginþræðir: annar þeirra skoðar gráa svæðið milli mennskra og ómennskra dýra, hinn tækni, gervigreind og sæborgir og stöðu þeirra í menningu og samfélagi manna.

Þjóðfræði handan þess mannlega tekur þessa þræði saman og rannsakar breyttan skilning á mennskunni og stöðu mennskra dýra í gegnum tjáningu og athafnir daglegs lífs.

Tok Thompson, prófessor í þjóðfræði og mannfræði við University of Southern California

Þjóðfræði handan þess mannlega