Skip to main content

Þátttaka og félagslegur bakgrunnur í alþingiskosningum 1874–1903

Þátttaka og félagslegur bakgrunnur í alþingiskosningum 1874–1903 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. nóvember 2022 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 311

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hrafnkell Lárusson flytur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem hann nefnir „Þátttaka kjósenda og félagslegur bakgrunnur frambjóðenda í alþingiskosningum 1874–1903.“

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 311 í Árnagarði, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 16:00-17:00.

Að standa frammi fyrir þriggja manna kjörstjórn á fjölmennum kjörfundi og greiða atkvæði í heyranda hljóði er fjarri tilhögun alþingiskosninga og persónuréttarviðmiða okkar samtíma. Þetta var þó raunin fyrir þau 10% Íslendinga (eingöngu karla) sem höfðu kosningarétt til Alþingis á árunum 1874-1903 og nýttu þann rétt. Í málstofunni verður rætt um yfirstandandi rannsóknarverkefni. Meginmarkmið þess er annars vegar að rannsaka félagslegan bakgrunn þeirra sem neyttu kosningaréttar í alþingiskosningum á árabilinu 1874–1903 og hins vegar að skýra hvaða aðferðir voru viðhafðar við val frambjóðenda til Alþingis á þessum tímabili.

Hægt er að nálgast dagskrá Málstofu í félags- og hagsögu á haustmisseri vef Sagnfræðistofnunar. Málstofan er umræðuvettvangur fyrir hvers konar efni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Hún er með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Á eftir framsögum er gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna. Málstofan er á vegum kennara í sagnfræði og viðskiptafræði í Háskóla Íslands og umsjón hafa sagnfræðiprófessorarnir Erla Hulda Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræði.

Hrafnkell Lárusson.

Þátttaka og félagslegur bakgrunnur í alþingiskosningum 1874–1903