Skip to main content

Sverrir Norland: Stríð og kliður – hvað verður um ímyndunaraflið?

Sverrir Norland: Stríð og kliður – hvað verður um ímyndunaraflið? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. apríl 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 301

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sverrir Norland flytur fyrirlestur Jónasar Hallgrímssonar í ritlist í stofu 301 í Árnagarði þriðjudaginn 18. apríl kl. 12:00-13:00. Fyrirlesturinn nefnir hann Stríð og kliður – hvað verður um ímyndunaraflið? Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Fyrirlestraröð á vegum ritlistar við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands er kennd við Jónas Hallgrímsson en í vetur hefur Sverrir gegnt starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist.

Í fyrirlestrinum mun Sverrir fjalla um tilurð og skrif bókarinnar Stríð og kliður, hugmyndirnar í bókinni og verk annarra höfunda sem urðu honum innblástur. Bókin kom út árið 2021 við góðar undirtektir.  Þar veltir Sverrir fyrir sér lofstlagsmálunum, yfirtöku tækninnar á hversdagslífi okkar – og ekki síst þeim miklu áhrifum sem þetta tvennt hefur núorðið á sálarlíf okkar, hugsun og sköpunargleði. 

Sverrir Norland hefur sinnt margbreytilegum störfum á sviði bókmennta og lista. Hann hefur fengist við skrif, þýðingar, fyrirlestra og bókmenntagagnrýni og hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og skáldsögur í fullri lengd ásamt því að vera reglulegur gagnrýnandi hjá Kiljunni, stýra hlaðvarpinu Bókahúsið (hlaðvarp Forlagsins) og útvarpsþættinum Upp á nýtt (Rás 1). Sverrir rekur útgáfuna AM forlag ásamt konu sinni, Cerise Fontaine.

Stofnað var til starfs Jónasar Hallgrímssonar í ritlist árið 2015 með það fyrir augum að gera íslenskum rithöfundum kleift að starfa með ritlistarnemum. Meðal þeirra sem áður hafa gegnt starfinu eru Sigurður Pálsson, Kristín Svava, Hlín Agnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir.

Sverrir Norland.

Sverrir Norland: Stríð og kliður – hvað verður um ímyndunaraflið?