Skip to main content

Stafræn tækni og sköpun

Stafræn tækni og sköpun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. mars 2023 14:00 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skáli og Fjara

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 20. mars kl. 14:00-17:00 heldur Skóla- og frístundasvið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Faghóp um skapandi leikskólastarf menntabúðir í Stakkahlíð undir yfirskriftinni Stafræn tækni og sköpun. Við erum með rýmin Skála og Fjöru (matsalinn) bókuð en munum einnig flæða um aðliggjandi ganga og yfir í Klett.

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Samtal er í aðalhlutverki í menntabúðum. Öll geta boðið upp á kynningu en það er ekki skilyrði til þátttöku. Markhópurinn er allt starfsfólk í leik-, grunnskóla og frístundastarfi en einnig nemendur og kennara á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

 Staðfestir kynningabásar eftirfarandi:

  • Myndgervill og fyrstu kynni skóla af 3D prentara
  • Upplýsingatækni í Breakout Edu og möguleikar Capcut
  • Vísbendingavídeó
  • Skapandi námssamfélag í Breiðholti
  • Evolytes í stærðfræði
  • Uppsetning miðlavers
  • First Lego League keppnin
  • Cricut með leikskólabörnum og vináttuverkefni
  • Blazepod hreyfinemar í starfi einhverfudeildar
  • Upplifanir í sýndarveruleika
  • Jafnréttisskólinn og Vika6
  • Lego Spike Essential
  • Widgit online
  • Leiðsagnarnám og stafræn tækni
  • Hlutföll í stærðfræði
  • Skapandi starf með iPad - yngsta stig og miðstigi
  • Hlaðvarp í skólastarfi
  • Taktur og texti
  • Uppspretta
  • Breakout Edu fyrir yngsta stig og miðstig
  • Rafrænar ferilmöppur
  • Umhverfishljóð til tónlistarsköpunar
  • NýMennt - Nýsköpun og menntasamfélag
  • Forritanleg tæki úr Búnaðarbanka Mixtúru
  • Menntastefna Reykjavíkur
  • Arduino RFID snjallleikir
  • Netöryggi og jákvæð samskipti
  • Breakout á yngsta stigi
  • Mayku FormBox
  • Gróskutengiliðir í innleiðingu 1:1 námstækja í grunnskólum
  • Börn og sköpun - stafræn framleiðslutækni
  • Nýsköpun og frumkvöðlafræði
  • Forritun á yngsta stigi
  • Upptökutæknismiðja í Melaskóla
  • Smásjár: Skyldueign í leikskóla
  • Námsefni um stafræna borgaravitund
  • Hugekki, frumkvæði og sköpun í heimilisfræði
  • Að örva sköpunargáfu og tónlistarkönnun
  • Cricut fjölskerinn í skapandi starfi
  • Náttúrufræði og margmiðlun

 

Við hvetjum ykkur til að hafa þennan viðburð í huga á mánudaginn t.d. sem uppbrot í kennslutímum í staðlotu á sama tíma.

 

Vonumst til að sjá sem flesta!

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Samtal er í aðalhlutverki í menntabúðum. Öll geta boðið upp á kynningu en það er ekki skilyrði til þátttöku. Markhópurinn er allt starfsfólk í leik-, grunnskóla og frístundastarfi en einnig nemendur og kennara á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Stafræn tækni og sköpun