Skip to main content

Snjóhengjur og snjóflóð á fasteignamarkaði

Snjóhengjur og snjóflóð á fasteignamarkaði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. nóvember 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á næstu 2-3 árum mun mikill fjöldi fasteignalána sem tekin voru á föstum vöxtum vera tekinn til vaxtaendurskoðunar. Mörg heimili horfa því fram á mun hærri mánaðarlega greiðslubyrði og hefur þessu verið líkt við snjóhengju yfir hagkerfinu.

Konráð S. Guðjónsson efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins og Már Wolfgang Mixa lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild munu ræða þessa snjóhengju og önnur helstu mál fasteignamarkaðarins á opnum hádegisfundi Viðskiptafræðideildar þann 1. nóv kl. 12:00 í HT-101.

Þ.m.t. þróun verðbólgu, vaxtastigs og vinnumarkaðar og samspil þessara þátta við fasteignamarkaðinn. Hvernig hefur þetta áhrif á leigjendur? Hvar standa þeir miðað við eigendur á markaði?

Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Konráð S. Guðjónsson og Már Wolfgang Mixa munu fjalla um mikilvæg mál á fasteignamarkaði, bæði út frá sjónarhóli eigenda og leigjenda.

Snjóhengjur og snjóflóð á fasteignamarkaði