Skip to main content

Skipafloti Norrænna manna á Grænlandi

Skipafloti Norrænna manna á Grænlandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. febrúar 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lísabet Guðmundsdóttir hjá Fornleifastofnun Íslands flytur erindi í fyrirlestraröðinni Nýjar rannsókni rí fornleifafræði sem Félag fornleifafræðinga og námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands standa að. Fyrirlesturinn nefnist „Skipafloti Norrænna manna á Grænlandi.“

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 023 í Veröld - húsi Vigdísar, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 12:00-13:00. Einnig verður hægt að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi með því að smella hér.

Um fyrirlesturinn

Bátar og skip hafa ávallt skipt sköpum í samfélagi Norrænna manna. Ekki eingöngu til þess að komast á milli staða heldur einnig til þess að afla auðlinda úr hafi. Á það sérstaklega við norræna samfélagið á Grænlandi sem byggði nánast alfarið afkomu á auðlindum hafsins, bæði til grunnframfærslu og til þess að afla tekna til að mynda með sölu rostungstanna og svarðreipis. Grænlendingar þurftu alla jafna að sigla langar vegalengdir til veiðistöðva sinna; Norðursetu á vesturströndinni og Finnsbúða á þeirri eystri, auk þess að stunda siglingar til austurstrandar norður Ameríku (Helluland, Markland og Vínland). Aðgangur að góðum skipakosti var Grænlendingum því lífsnauðsynlegur. Vegna landfræðilegrar legu landsins eru sumur stutt og vaxtartími trjágróðurs takmarkaður. Trjáflóra einkennist aðallega af kræklóttum runnagróðri, til að mynda birki og víði. Það er því afar ólíklegt að innlend tré hafi dugað til báta- og skípasmíða. Því hefur löngum verið haldið fram að Grænlendingar hafi verið háðir timburinnflutningi annað hvort frá norður Evrópu eða norður Ameríku. Þær ályktanir hafa hins vegar ekki verið byggðar á föstum grunni.

Við fornleifarannsóknir á Grænlandi hafa komið í ljós stór söfn vel varðveittra viðarleifa, þar á meðal endurnýttur bátaviður. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um niðurstöður viðargreininga á bátaviði frá Grænlandi og gerð grein fyrir uppruna hans.

Lísabet Guðmundsdóttir hjá Fornleifastofnun Íslands.x

Skipafloti Norrænna manna á Grænlandi