Skip to main content

See me, hear me, touch me, feel me: Can wind power find a place at Iceland’s table?

See me, hear me, touch me, feel me: Can wind power find a place at Iceland’s table? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. mars 2023 15:00 til 17:00
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Jeremy Firestone prófessor við jarð- og umhverfisvísindadeild Háskólans í Delaware heimsækir Háskóla Íslands í boði Fulbright stofnunarinnar á Íslandi og heldur opinn fyrirlestur um vindorku í boði námsleiðar í umhverfis- og auðlindafræði.

Jeremy útskrifaðist með Jur. Doc. frá Háskólanum í Michigan og Ph.D. í opinberri stjórnsýslu frá University of North Carolina. Hann hefur aðallega rannsakað reglugerðir, skipulag, ákvarðanatöku, viðhorf, hegðun og efnahagslegar forsendur endurnýjanlegrar orku, þá aðallega vindorku.

Hann hefur birt rannsóknir sínar á vindorku í virtum fræðitímaritum á borð við Nature Energy, Proceedings of the National Academy of Sciences, Science (bréf), Energy Policy, Energy Research and Social Science, Land Economics, Wind Energy og Renewable Energy.

Fyrirlesturinn fer fram 16. mars kl. 15-17 í Lögbergi 101 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Eftir erindið verður tekið við spurningum úr sal.

Fundarstjóri er Sveinn Agnarsson prófessor og stjórnarformaður námsleiðar í umhverfis- og auðlindafræði.

Hlekkur á streymi: https://bit.ly/WindPowerIceland

Jeremy Firestone prófessor við jarð- og umhverfisvísindadeild Háskólans í Delaware heimsækir Háskóla Íslands í boði Fulbright stofnunarinnar á Íslandi og heldur opinn fyrirlestur um vindorku í boði námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði.

See me, hear me, touch me, feel me: Can wind power find a place at Iceland’s table?