Skip to main content

Samtal um kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo

Samtal um kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. nóvember 2023 17:30 til 18:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Við bjóðum öll velkomin á viðburðinn Samtal um kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ashley Judd leikkona ræða kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo byltingarinnar.

Viðburðurinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands 13. nóvember næstkomandi kl. 17:30 til 18:30. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku vegna takmarkaðs sætaframboðs.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér

Katrín Jakobsdóttir og Ashley Judd munu ræða kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo byltingarinnar á jafnrétti í heiminum. Þær hafa báðar tekið þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, en á ólíkum vettvangi; Judd var ein af þeim konum sem hratt af stað #MeToo byltingunni innan Hollywood og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á oddinn, meðal annars með forvarnaráætlun og lagabreytingum.

Samtalinu verður stýrt af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni og stofnanda Heimsþingsins. Laura Liswood, framkvæmdastýra Heimsráðs kvenleiðtoga mun setja viðburðinn og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, lokar honum.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Heimsráð kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders), Heimsþing kvenleiðtoga (Reykjavik Global Forum), og UN Women á Íslandi standa fyrir viðburðinum.

Við bjóðum öll velkomin á viðburðinn Samtal um kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ashley Judd leikkona ræða kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo byltingarinnar.

Samtal um kynbundið ofbeldi og áhrif #MeToo