Skip to main content

Orkuskipti á óvissutímum

Orkuskipti á óvissutímum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. október 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Lawrence Jones, yfirmaður alþjóðamála hjá Edison Electric Institute, heldur erindi um þátt trausts í orkuskiptum á opnum hádegisfyrirlestri Viðskiptafræðideildar, þriðjudaginn 18. október kl. 12-13 í stofu HT-101.

Orkuskipti eru flókið ferli sem krefjast trausts á mörgum ólíkum stigum. Nýjar rannsóknir benda þó til þess að traust sé í sögulegu lágmarki víðsvegar í heiminum. Hvers vegna treystir fólk stjórnvöldum, fyrirtækjum, fjölmiðlum, nágrönnum og vinum minna en áður?  Þetta mikla vantraust hindrar okkur í að taka mikilvæg skref þegar kemur að loftslagsbreytingum, ójöfnuði, efnahagsmálum, orkumálum og vatns- og fæðuöryggi. Hvernig getum við yfirstigið þessar hindranir og byggt upp nægilegt traust til að taka þessi nauðsynlegu skref?

Rektor Háskóla Íslands opnar fundinn kl. 12:00 í stofu HT-101. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Dr. Lawrence Jones, yfirmaður alþjóðamála hjá Edison Electric Institute.

Orkuskipti á óvissutímum