Skip to main content

Opnun sýningar um Íslandsleiðangur Sir Joseph Banks

Opnun sýningar um Íslandsleiðangur Sir Joseph Banks - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2022 15:00 til 16:00
Hvar 

Fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni af því að 250 ár eru liðin frá Íslandsleiðangri Joseph Banks verður efnt til sýningar um Banks og leiðangurinn, en um var að ræða fyrsta breska vísindaleiðangurinn til Íslands.

Sýningin verður opnuð föstudaginn 3. júní kl. 15:00 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu.

Dagskrá:

  • Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna.

Ávörp flytja:

  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
  • Anna Agnarsdóttir, prófessor emeritus.
  • Sumarliði Ísleifsson lektor.

Bragi Þorgrímur Ólafsson sér um fundarstjórn.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, opnar sýninguna.

Að lokinni dagskrá er sýningin skoðuð og boðið upp á léttar veitingar.

Í tilefni af því að 250 ár eru liðin frá Íslandsleiðangri Joseph Banks verður efnt til sýningar í Þjóðarbókhlöðunni.

Opnun sýningar um Íslandsleiðangur Sir Joseph Banks