Skip to main content

Opinn fyrirlestur um vísindi og lyfjaþróun - Danni Frímannsson

Opinn fyrirlestur um vísindi og lyfjaþróun - Danni Frímannsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. janúar 2023 16:30 til 18:00
Hvar 

Askja

Stofa N-131

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn fyrirlestur um vísindi og lyfjaþróun þar sem Danni Frimannsson, vísindamaður hjá Mammoth Bioscience mun fara yfir ferilinn og deila reynslu sinni sem doktorsnemi og nýdoktor og sem vísindamaður í stórum fyrirtækjum sem og smáum sprotafyrirtækjum í San Francisco. 

Fjallað verður um ýmiskonar rannsóknir (mRNA lyf, exosomes, frumuboðar (e. cytokines), ónæmisfræði o.s.frv) sem og hreinskilin frásögn um doktorsnám, nýdoktorsnám og hvernig það er að vera vísindamaður árið 2023. 

Danni lauk doktorsprófi frá Trinity College í Dublin og starfaði sem nýdoktor við Stanford Háskóla. Einnig hefur hann unnið hjá fjölda fyrirtækja, bæði stórra fyrirtækja og sprotafyrirtækja.