Skip to main content

„Öðruvísi hér: Sérstöðuhyggja og landamæri Evrópu.“

„Öðruvísi hér: Sérstöðuhyggja og landamæri Evrópu.“ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. maí 2023 15:00 til 16:00
Hvar 

Háskólatorg

Litla Torg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing í tilefni útgáfu bókanna: We are All Africans Here: Race, Mobilities and West Africans in Europe (Berghahn 2022) og Exceptionalism (Routledge 2021).

Sérstöðuhyggja hefur verið mikilvægur þáttur í þjóðarsjálfsmynd á Íslandi sem og í mótun þjóðernis annarstaðar, og í tengslum við umræðu um ytri landamæri Evrópu. Á málþinginu verða flutt fimm örerindi þar sem fyrirlesarar koma með hugleiðingar um þjóðerni í samtímanum og/eða landamæri Evrópu.

Fyrirlesarar: Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Haukur Ingvarsson, nýdoktor, Bókmennta- og listfræðistofnun, Háskóla Íslands. Anna Wojtynska, nýdoktor í mannfræði við Háskóla Íslands. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. 

Fundarstjóri er Ólafur Rastrick, deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands. 

Viðburður fer fram á íslensku. 

Málþing í tilefni útgáfu bókanna: We are All Africans Here: Race, Mobilities and West Africans in Europe (Berghahn 2022) og Exceptionalism (Routledge 2021).

„Öðruvísi hér: Sérstöðuhyggja og landamæri Evrópu.“