Skip to main content

Notagildi Pierre Bourdieu í rannsóknum á markaðsvæðingu og ójöfnuði í menntun

Notagildi Pierre Bourdieu í rannsóknum á markaðsvæðingu og ójöfnuði í menntun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. júní 2022 16:00 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stofa H-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

RannMennt, Rannsóknarstofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti býður ykkur í samtal um Pierre Bourdieu og kenningar hans þegar fengist er við að greina markaðsvæðingu og ójöfnuð í menntakerfum borgarsamfélaga.

Fyrirlesari er Ee-Seul Yoon, dósent við háskólann í Manitoba í Kanada. Erindið fer fram í Stakkahlíð í stofu H-101 þann 7. Júní kl. 16-17.

Viðburðinum verður einnig streymt: 

https://hi.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=fb1651d1-623c-4f41-97a1-aead009b6e39

Að loknum fyrirlestri mun Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum bregðast við erindi hennar.

Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki, stjórnar viðburðinum. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Um fyrirlesara:

Ee-Seul Yoon er dósent í menntastjórnun, forystu og stefnumótun við háskólann í Manitoba. Rannsóknir hennar miða að því að skilja hvernig markaðsvæðing og einkavæðing menntunar hefur áhrif á jöfnuð, fjölbreytileika og þátttöku í kanadísku menntakerfi. Hún stendur nú fyrir tveimur rannsóknum sem styrktar eru á landsvísu sem skoða vandamálin varðandi val og aðgengi sem jaðarsettir nemendur standa frammi fyrir og kynþáttafordómum og flókin ójöfnuð í þéttbýli sem menntaleiðtogar og stefnumótendur standa frammi fyrir. Nánar hér https://tinyurl.com/yckk4xvu