Nóbelsverðlaunin í Eðlisfræði 2023
Askja
Stofa N-132
Nóbelsverðlaunin í Eðlisfræði 2023 voru veitt Pierre Agostini, Ferenc Krausz og Anne L'Huillier fyrir framlag þeirra til tilraunaaðferða sem mynda attóekúndupúlsa ljóss til rannsókna á rafeindavirkni í efnum. Í þessari málstofu mun ég fara yfir eðlisfræði þessara hröðu ljóspúlsa sem hægt er að nota til að athuga hraðvirkt ferli rafeinda og efnis með áður óþekktri nákvæmni. Ég mun síðan fjalla um komandi áhrif attósekúnda tilraunaaðferða og hvað framtíð ofurhraðrar mælifræði geta haft í för með sér fyrir okkur.
Framsögumaður: Helgi Sigurðsson er aðjunkt við Eðlisfræðideild Háskólans í Varsjá Póllandi og Fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann stjórnar Liquid Light kenningarhópnum sem sérhæfir sig í fræðilegri sýn á skammtaljós-efnis eðlisfræði, ljóshols eðlisfræði og eðlisfræði þéttsefnis.
Háskóli Íslands og Eðlisfræðifélag Íslands standa að þessu viðburði
Helgi Sigurðsson