Skip to main content

Nemendaráðstefna um sköpun og nýsköpun

Nemendaráðstefna um sköpun og nýsköpun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. nóvember 2022 9:00 til 13:40
Hvar 

Þjóðarbókhlaða

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands efna til ráðstefnu um hin ólíkustu málefni sem snerta þó með einum eða öðrum hætti sköpun eða nýsköpun. Átján örfyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni sem haldin verður í Þjóðarbókhlöðunni, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 9:00 til 13:40. Hún er öllum opin og heitt verður á könnunni. 

Dagskrá:

  • 9:00 Ráðstefna sett.
  • 9:10 – 10:00 Málstofa I
    - Hrafnhildur Rafnsdóttir: TikTok er að breyta leiknum. Fyrirlestur um öðruvísi markaðssetningu svo sem á TikTok og hvernig skapandi hugsun er að breyta markaðinum í dag.
    - Reynir Már Ásgeirsson: Um fólk og fyrirtæki. Fjallað verður um fjölskyldufyrirtækið Gull- og silfursmiðjuna Ernu og Þríkrossinn.
    - Iðunn Einars: Tónmál: tímarit um tónlistarsköpun. Erindið fjallar um nýja klassíska tónlist og upplifun höfundar sem tónskáld á óaðgengileika hennar fyrir annað ungt fólk og almenning sem enga tónlistarmenntun hefur að baki. Tekið verður fyrir Tónmál: tímarit um tónlistarsköpun sem höfundur vann að í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi sumarið 2022. Tímaritið er tilraun til þess að hvetja fólk með áhuga en litla þekkingu á tónlist til þess að taka meira þátt í sköpun hennar og neyslu. 
    - Jens Arinbjörn Jónsson: Sköpun og Nýsköpun í loftslagsmálum? Áskoranir og mýtur. Erindið fjallar um sköpun og nýsköpun í loftslagsmálum, hvernig henni er háttað og hvort í nýsköpun er að finna lausnir við loftslagskrísunni sem nú stendur yfir. Einnig verður farið yfir algengar mýtur í þessum efnum.
    - Lára Janusdóttir. Nýjungar í miðlun á minjasvæðum.
    - Umræður
  • 10:10 – 10:55 Málstofa II
    - Margrét E. Kaaber. Sýnileiki og aðgengi að svæðisbundnum vörum íslenskra frumkvöðla og annarra framleiðenda. Fjallað verður um aðgengi ferðamanna, bæjarbúa, nærsveitunga og annarra gesta að svæðisbundnum vörum á Íslandi auk þess sem kannað verður hvert hlutverk þeirra er, í tengslum við ferðamennsku.  Leitast verður við að skoða stuttlega hvernig gera má vörur frumkvöðla og annnarra framleiðenda úr héraði, enn sýnilegri og aðgengilegri kaupendum. 
    - Anna Björk Sverrisdóttir: Skólastofan og margbreytileikinn. Fjallað verður um menntakerfið og mögulegt óþol þess gagnvart margbreytileikanum útskýrt með hliðsjón af sögu menntunar fatlaðra barna og kenninga Foucault um orðræðu og vald.
    - Vera Roth: ÞORLÁKSVEGUR - Pílagrímaleið milli klaustra. Ný pílagrímaleið, Þorláksvegur, verður opnuð í sumar í Skaftárhreppi. Gönguleiðin byggir á gömlum þjóðleiðum sem liggja á milli Þykkvabæjarklausturs í Álftaveri og Kirkjubæjarklausturs á Síðu en á báðum stöðum stóðu blómleg klaustur á miðöldum.
    - Sylvía Dröfn Jónsdóttir: Mávavinafélagið - rödd lítilmagnans. Vegna aðkasts sem mávar hafa orðið fyrir á síðustu misserum af höndum     mannfólksins hefur verið stofnað nýtt félag sem berst fyrir hagsmunum þeirra.
    - Umræður
  • 11:10– 11:55 Málstofa III
    - Gunndís Eva Baldursdóttir. Góð hugmynd er ódýr, það er vinnan við að gera hana að veruleika sem gefur henni gildi. Mikilvægi góðrar teymisvinnu, heilbrigðra samskipta og sjálfsmildis í nýsköpun.
    - Helgi Biering: Fokið í flest skjól. öðruvísi Vindmyllur. Græn og endurnýjanleg orka. Erindið fjallar um lóðréttar vindmyllur og kosti þeirra ásamt möguleikum á orkugeymslu þeim tengdum.
    - María Rut Beck: Matur er manns megin – Chef´s table. Umfjöllun um sjónvarpsþættina Chef´s table, sem gefa nýja sýn á sjónvarpsþætti um mat og matreiðslufólk.
    - Sigrún Sandra Ólafsdóttir: Fötin okkar og framtíðin. Umfjöllun um textíl, tísku, umhverfismál og nýsköpun.
    - Umræður.
  • 12:00 – 12:45 Hádegishlé
  • 12:45 – 13:35 Málstofa IV
    - Ragnheiður Guðmundsdóttir: Mikilvægi nýsköpunar og umhverfi nýsköpunar.
    Stiklað verður á mikilvægi nýsköpunar, Hvernig stendur Ísland sig í nýsköpun í samanburði við önnur lönd? Hverjir eru hornsteinar nýsköpunar og hver er nýsköpunarstefna Íslands? Einnig verður farið yfir breyttar áherslur á nýsköpunarumhverfi Íslands.
    - Magnþóra Kristjánsdóttir: Upp með prjónana.
    Fjallað um prjónaskap í víðum skilningi en með áherslu á gagnsemi þess að prjóna til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
    - Guðfinna Gunnarsdóttir: Leikum núna - áhugaleiklist í fortíð, nútíð og framtíð.
    - Sara Blandon: Allt fyrir andann. Fjallað verður um leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Skóli sem fáir vita af en allir sem hafa áhuga á leiklist ættu að prófa.
    - Katrín Mixa: Uglur vorra tíma. Uglur eru dulúðleg dýr með hina ýmsu eiginleika og svipbrigði. Þegar kyrra tekur og rökkvar úti, komast þær í banastuð. Í kringum árið 1990 var góðgjörnum lækni gefin uglustytta. Hann tók að samsama sig þessari kynjaskepnu. Áhuginn smitaðist, úr varð stórt uglusafn með framlagi úr mörgum áttum og mannfólki varð skipt upp í hana og uglur. Læknirinn sló föstu að ritmi uglunnar henti mannfólki betur en heimsskipulagið byggist á forsendum hananna. Þegar hann fór á eftirlaun ánafnaði hann Læknavaktinni uglusafnið og er hluti þess sýnilegur á biðstofunni. Ugluspekingur þessi hét Ólafur Mixa og hann lést í byrjun þessa árs. Erindið er í minningu hans.
    - Umræður.
  • 13:40 Ráðstefnuslit