Skip to main content

Molière í 400 ár

Molière í 400 ár - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. október 2022 17:00 til 19:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur / VHV 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni þess að í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu þjóðarskálds Frakka, Jean-Baptiste Poquelin eða Molières, er blásið til þrískiptrar menningarveislu á haustdögum honum til heiðurs. Leikhúsunnendum og unnendum franskra bókmennta er fyrst boðið til málþings um leikrit Molières í sögu og samtíð, í Frakklandi og á Íslandi, sem fram fer miðvikudaginn 12. október í Veröld – Húsi Vigdísar. Þá efnir Þjóðleikhúsið til leiklesturs, þriðjudaginn 18. október, á nýrri þýðingu Sveins Einarssonar á Ímyndunarveikinni sem er það leikrit Molières sem hve mestum vinsældum hefur átt að fagna á Íslandi frá árdögum íslenskrar leikhússögu. Að lokum verða fjórir útvarpsþættir um Molière hluti af jóladagskrá Ríkisútvarpsins á Rás 1.

Að hátíðardagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið, franska sendiráðið á Íslandi, Ríkisútvarpið Rás 1 og Alliance française í Reykjavík.

 

Málþing miðvikudaginn 12. október 2022
Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, kl. 17-19.30

Dagskrá

- Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, opnar málþingið og stýrir umræðum

- Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri, leikhúsfræðingur og fv. Þjóðleikhússtjóri, fjallar um kynni sín af Molière

- Leiklestur úr Aurasálinni (L’Avare). Leikarar Þjóðleikhússins lesa brot úr þýðingu Sveins Einarssonar

- Hélène Merlin-Kajman, prófessor emerita í frönskum bókmenntum 17. aldar við háskólann Sorbonne-Nouvelle: „Molière“ (íslenskri þýðingu verður jafnóðum varpað á skjá)

- Toby Wikström, sérfræðingur við Hugvísindastofnun: „Listin að ögra sinni samtíð: sviðsetning trúskipta í Le bourgeois gentilhomme eftir Molière 1670 og 2022“

- Leiklestur úr Uppskafningnum (Le bourgeois gentilhomme). Leikarar Þjóðleikhússins lesa brot úr þýðingu Sveins Einarssonar

- Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum: „Fyrstu spor Molières á Íslandi“

- Guðrún Kristinsdóttir, nýdoktor í frönskum bókmenntum: „Germanska alexandrínan á Íslandi: Molière-þýðingar Karls Guðmundssonar“

- Leiklestur úr Mannhataranum (Le Misanthrope). Leikarar Þjóðleikhússins lesa brot úr þýðingu Karls Guðmundssonar

- Irma Erlingsdóttir, prófessor í frönskum samtímabókmenntum: „Vofa Molières í leikhúsi Ariane Mnouchkine“

- Leiklestur úr Læknir hvað sem tautar og raular (Le médecin malgré lui). Leikarar Þjóðleikhússins lesa brot úr þýðingu Sveins Einarssonar

- Hallgrímur Helgason, rithöfundur og þýðandi, fjallar um þýðingu sína á Loddaranum (Þjóðleikhúsið 2019)

- Leiklestur úr Loddaranum (Tartuffe). Leikarar Þjóðleikhússins lesa brot úr þýðingu Hallgríms Helgasonar

Veitingar í boði franska sendiráðsins.

facebook

 


Leiklestur 26. október 2022
Þjóðleikhúsið (Kassinn), kl. 17:00

Leiklestur á gamanleiknum Ímyndunarveikin (Le malade imaginaire) eftir Molière í þýðingu Sveins Einarssonar

Veitingar í boði franska sendiráðsins.

Miðaverð: 2.000 kr.

https://leikhusid.is/syningar/imyndunarveikin-leiklestur/

Útvarpsþáttaröð á jóladagskrá Rás 1 í desember

Fjórir 50 mínútna útvarpsþættir um Molière í sögu og samtíð, í Frakklandi og á Íslandi. Með umsjón fara, hver með sínum þætti:
Ásdís R. Magnúsdóttir
Irma Erlingsdóttir
Guðrún Kristinsdóttir
Toby Wikström

Molière í 400 ár Málþing miðvikudaginn 12. október kl. 17-19.30 í Veröld – húsi Vigdísar

Molière í 400 ár