Skip to main content

Miðbiksmat í umhverfisfræði - Daniel Ben-Yehoshua

Miðbiksmat í umhverfisfræði - Daniel Ben-Yehoshua - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2023 12:00 til 14:00
Hvar 

Askja

Fundarherbergi 3.hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburður á Zoom

Heiti ritgerðar: Þróun óstöðugleika í fjallshlíðum í kringum Svínafellsjökul, SA Ísland (Development of paraglacial slope instabilities around Svínafellsjökull, SE Iceland)

Doktorsefni: Daniel Ben-Yehoshua

Doktorsnefnd: 
Dr. Sigurður Erlingsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ
Dr. Þorsteinn Sæmundsson, aðjúnkt við Líf- og umhverfisvísindadeild
Dr. Reginald Hermanns, prófessor við Norwegian University of Science and Technology
Dr. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands
Dr. Pascal Lacroix, University Grenoble Alpes, Frakklandi

Ágrip

Eftir að litlu ísöld lauk í lok síðustu aldar hafa Íslenskir jöklar dregist saman sem nemur um 16% af massa þeirra. Í kjölfar þynningar og hop jökla standa oft eftir brattar og óstöðugar hlíðar, sem með tímanum geta aflagats og jafnvel hrunið niður í hamfaraatburðum. Hér er lýst hreyfingum á nokkrum bergmössum umhverfis Svínafellsjökuls á suðaustur horni landsins. Stærstar þessar hreyfinga eru í norður hlíð Svínafellsfjalls þar sem um það bil 2 km langt sprungukerfi hefur verið kortlagt á yfirborði. Allt að um 1 km2 svæði er óstöðugt neðan sprungunnar og er áætlað rúmmál á milli 50 og 150x106 m3. Á þessari óstöðugu fjallshlíð hafa um 200 ílangar holur verið kortlagðar, þar sem laus yfirborðslög hafa fallið ofan í undirliggjandi bergsprungur. Athuganir á ýmsum fjarkönnunargögnum, frásögnum sjónarvotta og eigin kortlagning gefa til kynna að sprungukerfið hafi myndast á tímabilinu 2003 til 2007. Þetta á sér stað á sama tíma og þynning jökulsins var hvað hröðust á síðastliðnum 130 árum. Frá árinu 2011 hefur jökullinn ekki þynnst mikið, og má að líkindum leita hluta skýringa á því að árið 2013 féll skriða á jökulinn og hefur skriðuefnið einangrað jökulinn og hægt á bráðnun hans. Mælingar sýndu hreyfingar á hlíðinni fram til ársins 2017. Á því ári var komið fyrir mælitækjum á sprunguna en síðan þá hefur lítil sem engin hreyfing mælst Stór bergsár í hlíðum dalsins ofan jökulsins og efnismiklir endagarðar með stórum bergbrotum fyrir framan jökulinn gefa til kynna að berghlaup hafi áður fallið á jökulinn. Nýlegar hitastigsmælingar í berginu umhverfis jökulinn, ásamt eldri veðurfarsgögnum benda ekki til þessa að þiðnun á sífrera hafi orsakað þessar hreyfingar. Jafnvel þó hreyfihraði hafi verið lítill er mikilvægt að halda áfram að fylgjast með fjallshlíðunum þar sem önnur stór berghlaup á Íslandi hafa aðeins sýnt stuttan hreyfitíma og litla aflögun fyrir fjallshrun. Í versta falli gæti skriða farið yfir jökulinn og yfir í tvö jökulvötn sem gætu leitt til jökulhlaups. Niðurstöður þeirra athuganna sem kynntar eru hér benda til þess að hop og þynning jökla vegna loftslagsbreytinga hafi og muni hafa frekari áhrif á stöðugleika brattra fjallshlíða í nágrenni íslenskra jökla.

Miðbiksmat í umhverfisfræði - Daniel Ben-Yehoshua

Miðbiksmat í umhverfisfræði - Daniel Ben-Yehoshua