Skip to main content

Miðbiksmat í stærðfræði - Álfheiður Edda Sigurðardóttir

Miðbiksmat í stærðfræði - Álfheiður Edda Sigurðardóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. desember 2022 10:30 til 12:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburður á Zoom

Titill: Fágaðar nálganir og fjölundirþýð föll

Doktorsefni: Álfheiður Edda Sigurðardóttir

Doktorsnefnd:
Ragnar Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ (leiðbeinandi)
Benedikt Steinar Magnússon, lektor við Raunvísindadeild HÍ (leiðbeinandi),
Tyson Ritter, lektor við Universitetet i Stavanger, Noregi
Séverine Biard, lektor við Université Polytechnique des Hauts-de-France

Ágrip

Fjölmættisfræði er alhæfing af mættisfræði yfir í hærri víddir, sem á rætur að rekja til rafsegulfræði. Grunndvallarhugtak greinarinnar er fjölvíða Green fallið, eða hágildisfallið. Setning eftir Józef Siciak lýsir hágildisfallinu fullkomlega með margliðum.

Ef við skoðum stigun margliðna í almennara samhengi, þá má fyrir sérhverja stigun margliðu finna tilsvarandi hágildisfall. Við sjáum svo útgáfu af niðurstöðu Sicaks í almennara samhengi en birst hafði áður.