Skip to main content

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Seyedreza Hassanianmoaref

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Seyedreza Hassanianmoaref - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. október 2023 14:00 til 15:00
Hvar 

Gróska

Ada (3. hæð)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nemandi: Seyedreza Hassanianmoaref

Titill verkefnis: Hönnun og mat á samhliða skalanlegum vélnámsaðferðum í tölulegri straumfræði

Leiðbeinandi: Morris Riedel - Prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og yfirmaður rannsókna við ofurtölvusetrið í Jülich

Doktorsnefnd: Ásdís Helgadóttir dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.
Pedro Simoes Costa nýdoktor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Ágrip

Iðustreymi er ólínulegt og handahófskennt fyrirbæri. Flæði í á og fossi, flæði sem knýr vindmyllur, flæði í blöndunarhólfi véla, reykur frá strompi og flæði tveggja straumefna í varmaskipti eru dæmi um iðustreymi í bæði náttúrulegum og tilbúnum aðstæðum. Flókin og margskala hegðun iðustreymis gera það verkum að erfitt er að spá fyrir um hegðun þess. Áður hafa tilraunir og tölulegar nálganir verið notaðar til að skilja og reyna að spá fyrir hegðun í ákveðnum aðstæðum. En tilraunir eru dýrar og í mörgum tilfellum ómögulegt að framkvæma sömu aðstæður á tilraunastofu. Tölulegar aðferðir byggðar á hlutafleiðujöfnum, þ.e. varðveislulögmálum þar sem engar nálganir eru gerðar, geta gefið rétta lausn en krefjast verulegra tölulegra afkasta. Háafkasta tölvur og tölulegar aðferðir eru því nauðsynlegar en enn í dag ná aðeins að reikna lausn fyrir meðalstór viðfangsefni. Svo töluleg afköst eru takmarkandi þáttur. Þessar skorður þýða að leita þarf annað til að finna áreiðanlegt tól. Vélnám byggt á gervigreind hefur orðið lykilaðferð til að greina ólínuleg fyrirbæri. Djúpnámsnet hefur nú nýlega verið kynnt sem aðferð sem er fær um að herma og spá fyrir um fyrirbæri með óþekkta hegðun.

Seyedreza Hassanianmoaref

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Seyedreza Hassanianmoaref