Skip to main content

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Eric Michael Sumner

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Eric Michael Sumner - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. október 2024 13:00 til 15:00
Hvar 

Gróska

Stofa 321

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti verkefnis: Notkun vélnáms til að rannsaka áhrif lögunar ytra eyra á einstaklingsbundin hljóðyfirfærsluföll

Nemandi: Eric Michael Sumner

Doktorsnefnd:
Dr. Rúnar Unnþórsson, prófessor og deildarforseti við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Dr. Morris Riedel, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Dr. Simone Spagnol, aðstoðarprófessor við Iuav University of Venice

Ágrip
Í þessu erindi mun ég kynna rannsóknarniðurstöður mínar Hljóðkerfi sem bjóða upp á staðbundin hljóð eru hönnuð til að umbreyta og miðla hljóðum þannig að hlustandi upplifi að þau virðist koma úr ákveðnum áttum. Til að starfa rétt þurfa þessi kerfi að hafa nákvæmar upplýsingar um umhverfið - þar á meðal á svokölluðu höfuðtengdu hljóðyfirfærslufalli (HRTF) hlustandans. Yfirfærslufallið lýsir því hvernig hljóðbylgjur mótast þegar þær lenda á líkama hlustandans, þar á ytri hluta eyrnanna. Þetta verkefni miðar að því að efla rannsóknir á þessu sviði með því að þróa nýjar aðferðir til að meta yfirfærsluföllin út frá gögnum sem auðvelt er að safna. Eitt stærsta vandamálið á þessu sviði er að framkvæma stýrðar mælingar vegna mikils breytileika í lögun ytra eyrans (pinnae) milli einstaklinga. Það er illmögulegt að finna einstaklinga sem hafa nánast eins ytri eyru fyrir utan ákveðna afmarkaða eiginleika (s.s. barð, drag, þríhyrnugróf ofl.) Til að takast á við þetta vandamál vinnur Eric - í doktorsverkefni sínu - að því að búa til gagnasafn af yfirfærsluföllum fyrir vandlega hönnuð tilbúin ytri eyru. Eyrun eru höfð nánast eins fyrir utan ákveðna afmarkaða eiginleika. Þetta gagnasafn verður aðgengilegt fyrir rannsóknarsamfélagið til að auðvelda greiningu á áhrifum einstakra eiginleika ytri eyrna á HRTF. Eric vinnur einnig að því að þróa vélnámslíkan sem nýtir 3D skönnuð gögn af ytri eyrum til að meta einstaklings HRTF. Í dag þarf sérhæfðan búnað, sérhæfða aðstöðu og töluverðan tíma til að mæla og ákvarða einstaklings HRTF.

Zoom hlekkur: https://eu01web.zoom.us/j/63194315840?from=addon

Miðbiksmat í reikniverkfræði

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Eric Michael Sumner