Skip to main content

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Daniel Anthony Ciraula

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Daniel Anthony Ciraula - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. október 2023 9:30 til 11:30
Hvar 

Lögberg

205 og í streymi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hlekkur á streymi: https://eu01web.zoom.us/j/62542973297

Nemandi: Daniel Anthony Ciraula

Titill verkefnis: Áhrif og endalok vetnissúlfíðs sem dælt er í jörðu: skorður frá jarðeðlisfræðilegum rafmælingum og líkönum af flutningi og efnahvörfum vökva, með áherslu á jarðhitasvæðið á Nesjavöllum.

Doktorsnefnd: Léa Lévy, lektor í mannvirkjajarðfræði, Háskólinn í Lundi, Svíþjóð.
Barbara Kleine-Marshall, prófessor í jarðefnafræði málmgrýtis, GeoCenter Norður-Bæjaraland, Háskólinn í Erlangen-Nürnberg, Erlangen, Þýskalandi.
Gianluca Fiandaca, dósent við Jarðvísindadeild, Háskólinn í Mílanó, Ítalía.
Samuel Scott nýdoktor við Jarðvísindastofnun, Háskóli Íslands.
Halldór Geirsson, dósent við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Ágrip

Vetnissúlfíð (H2S) myndast við orkuframleiðslu með jarðhita og er mengunarvaldur. Á Nesjavöllum er útgösun vetnissúlfíðs minnkuð með að leysa það upp í volgu vatni og dæla vökvanum niður í berggrunninn, þar sem vetnissúlfíð hvarfast við basalt og myndar steindina pýrít. Það er nauðsynlegt að mæla og vakta áhrif niðurdælingarnar á myndun pýríts, en einnig til að skilja neikvæð áhrif niðurdælingar s.s. hitabreytingar og súrnun grunnvatns. Nota má jarðeðlisfræðilega rafmæliaðferð, spanskautun með jafnspennu, til að mæla endurtekið áhrif niðurdælingarnar, því að aðferðin er næm fyrir bæði hitabreytingum grunnvatns og raffræðilegum eiginleikum pýríts. En þar sem bæði hitabreytingar, magn pýríts, og aðrir þættir hafa áhrif á útkomu mælinganna á spanskautun er ákveðin óvissa í túlkun þeirra. Líkön af flutningi og efnahvörfum vökva herma víxlverkun niðurdælingarvökvans og grannbergsins og geta því veitt innsýn í eðlis- og efnafræðileg hvarfferli vetnissúlfíðs við basalt. Líkönin má kvarða með mælingum á spanskautun og tengja þar með saman eðlisefnafræðileg líkön og mælingar. Meginmarkmið doktorsverkefnisins er að tengja saman endurteknar mælingar á spanskautun með jafnspennu og jarðefnafræðileg líkön til að skilja betur nýmyndun pýríts og hitaáhrif við niðurdælingu vetnissúlfíðs. Unnið verður í verkefninu í þrepum: fyrst verður einvítt líkan notað til að skilja grunnatriði áhrifa niðurdælingar á spanskautun; svo verður þróuð ný túlkunaraðferð á yfirborðsmælingum á spanskautun með það að markmiði að bæta upplausn niðurstaðna með t.d. nýjum skorðum á gögnum, breytilegri möskvastærð, betri nýtingu á deyfingu spanskautunar og skorður í tímarúmi; að lokum verður sett upp þrívíddarlíkan sem nýtir sér mælingar á spanskautun til að vakta og skilja nýmyndun pýríts og hitabreytingar sem fylgja niðurdælingu.

Daniel Anthony Ciraula

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Daniel Anthony Ciraula