Skip to main content

Miðbiksmat í eðlisfræði - Mohammad Hussein Ali Badarneh

Miðbiksmat í eðlisfræði -  Mohammad Hussein Ali Badarneh - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. júní 2022 10:00 til 11:00
Hvar 

VR-II

Stofa 257

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Zoom

Heiti ritgerðar: Orkuhagkvæm stýring spunamynstra (Energy-efficient control of spin textures)

Doktorsefni: Mohammad Hussein Ali Badarneh

Doktorsnefnd:
Pavel Bessarab, rannsóknasérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans
Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Unnar Bjarni Arnalds, prófessor við Raunvísindadeild HÍ

Ágrip
Skilvirk og almenn aðferðafræði verður þróuð til að stjórna segulástöndum og henni beitt til að finna leiðir til að mynda, eyða og færa svæðamörk segla og skyrmeinda með sem minnstri orku. Aðferðafræðin byyggist á því að finna bestu hvarfferlana og hanna á kerfisbundin hátt samsvarandi stjórnpúlsa í rúmi og tima með tilliti til grundvallareiginleika kerfisins sem metnir eru með rafeindareikningum. Verkefnið mun auka grundvallarþekkingu á bestu stjórnun seglunar í nanókerfum og benda á lausnir fyrir lágorku stafræna tækni sem byggist á segulefnum. Aðferðafræðin verður innleidd í hugbúnaðarpakka til að gera hana aðgengilega rannsakendum almennt.

Mohammad Hussein Ali Badarneh

Miðbiksmat í eðlisfræði -  Mohammad Hussein Ali Badarneh