Skip to main content

Meistaradagur iðnaðarlíftækni

Meistaradagur iðnaðarlíftækni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. maí 2023 14:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Öll velkomin

Á meistaradegi iðnaðarlíftækni kynna nemar sem brautskrást 24. júní næstkomandi  lokaverkefni sín.

Meistaranámi í iðnaðarlíftækni var komið á fót af samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Alvotech. Námið er þverfaglegt og skipulagt sameiginlega af Heilbrigðisvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Nemendur brautskrást frá þeirri deild sem lokaverkefni þeirra er unnið við.

Dagskrá

Kl. 14:10 Hjördís Ólafsdóttir
Bestun á nýtingu framleiðslusvæðis í hliðstæðulyfjaframleiðslu (Optimization of Drug Substance Manufacturing facility occupancy for a Biosimilar Product)

14:30 Júlía Karitas Helgadóttir
Lífvirknimælingar á íslenskum brúnþörungum til notkunar í snyrtivöruiðnaði (Bioactivity screening of Icelandic brown seaweeds for application in cosmetics)

14:50 Leticia Randazzo
Þróun kerfis til framleiðslu ammóníum nítrats ( Development of a nitrification system for ammonium nitrate production)

15:10  Sigrún Rósa Hrólfsdóttir
Notkun rafrýmdarnema sem fingrafar á frumuþéttleika við framleiðslu einstofna mótefna ( Development of mAb production batch fingerprint based on in-line capacitance measurements)

15:30 Veitingar