Skip to main content

Málþing um farsæld barna

Málþing um farsæld barna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. maí 2023 12:00 til 14:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.  

Markmið þessa málþings er að hefja samtal meðal þeirra sem vinna að rannsóknum sem tengjast farsæld barna. Á fundinum verða nokkrar stuttar kynningar frá aðilum sem hafa verið að taka saman gögn og upplýsingar sem tengjast farsæld barna. 

Við viljum velta fyrir okkur eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er átt við með farsæld barna?
  • Er hægt að mæla farsæld barna?
  • Hvaða gögn eru til um farsæld barna?
  • Hvaða rannsóknir er verið að vinna um farsæld barna?
  • Hvar er þörf fyrir frekari rannsóknir?

Dagskrá málþingsins

  • Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor, Félagsráðgjafardeild „Stóra samhengið um farsæld barna“
  • Hrafnkell Hjörleifsson, sérfræðingur, Mennta-og barnamálaráðuneytið „Að kortleggja farsæld barna og árangur farsældarlöggjafar“
  • Eva Dögg Sigurðardóttir, sérfræðingur, BOFS „Gagnaöflun og rannsóknir Barna- og fjölskyldustofu“
  • Guðný Eydal, prófessor, Félagsráðgjafardeild/Ásdís Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofunar „Grunnrannsókn vegna innleiðingar á löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna “
  • Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor, Menntavísindasvið „Íslenska æskulýðsrannsóknin“
  • Arna Hauksdóttir, prófessor, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, HÍ „Áföll í æsku og heilsa á fullorðins árum – niðurstöður úr Áfallasögu kvenna“
  • Arnar Haraldsson, HLH ráðgjöf „Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna, mat á fjárhagslegum og hagrænum áhrifum“
  • Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent, Félagsráðgjafardeild „Hvernig má nota gögn Hagstofunnar?“
  • Kaffispjall. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. 
  • Herdís Steingrímsdóttir, lektor Félagsráðgjafardeild „Farsældarþing, Rannsóknarnet, Næstu skref?“

Öll velkomin!

 

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.   Markmið þessa málþings er að hefja samtal meðal þeirra sem vinna að rannsóknum sem tengjast farsæld barna. Á fundinum verða nokkrar stuttar kynningar frá aðilum sem hafa verið að taka saman gögn og upplýsingar sem tengjast farsæld barna. 

Málþing um farsæld barna