Skip to main content

Málþing: Systa í samstaðarígildinu

Málþing: Systa í samstaðarígildinu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. mars 2022 17:00 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing um Systu megin, leiksögu Steinunnar Sigurðardóttur, verður haldið í Veröld, húsi Vigdísar, fimmtudaginn 10.mars kl 17:00.

Dagskrá:

Guðmundur Andri Thorsson hitar upp

Dr. Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur.
“Taktlaus og truntuleg mammfreskja.”

Lára Björnsdóttir, fv. félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar.
Systa, ein af sterku konunum hennar Steinunnar.  

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur.
Systa í samastaðarígildinu.

Steinunn Sigurðardóttir, höfundur Systu.
Er Systa til? 

Dagskráin stendur til kl. 18:00 og boðið verður upp á léttar veitingar að henni lokinni.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Vigdísarstofnunar og Forlagsins.

facebook

 

Um bókina:

Systu megin er hárbeitt og óvenjuleg saga um utangarðsfólk sem fær hér bæði rödd og ásýnd.

Systa býr ein í kjallarakompu við bágar aðstæður en hún ræður sér sjálf. Hún hefur losað sig að mestu undan ægivaldi Mömmu eins og Brósi, bróðir hennar og bandamaður í tilverunni. Saman hafa þau tekist á við harðan heim frá barnæsku en valið hvort sína leið, Brósi innan samfélagsins, Systa utan þess. Dagsdaglega dregur Systa fram lífið með dósasöfnun en þegar henni býðst aukið öryggi í skiptum fyrir frelsi er úr vöndu að ráða.

„Launfyndið og skemmtilegt skáldverk sem leikur sér að bókmenntaformi og atast í klisjukenndri hugsun. Steinunni Sigurðardóttur er einkar vel lagið að hrista upp í trénaðri orðræðu.“
Kristján Jóhann Jónsson / Fréttablaðið

„Systu megin er saga um það að vera utangarðs, um harða lífsbaráttu en líka um fegurð, frelsi og náungakærleik. Þetta er saga sem situr í manni, og lifir áfram með manni, þótt einföld sé og fær mann jafnvel til þess að sjá fólkið sem maður mætir á götu úti með nýjum augum.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið

Málþing um Systu megin, leiksögu Steinunnar Sigurðardóttur, verður haldið í Veröld, húsi Vigdísar, fimmtudaginn 10.mars kl 17:00.

Málþing: Systa í samstaðarígildinu