Skip to main content

Málþing: Refugees from the Middle East and their languages in Iceland

Málþing: Refugees from the Middle East and their languages in Iceland - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. febrúar 2023 17:00 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hver er reynsla flóttafólks á Íslandi þegar kemur að tungumálum? Á hvaða hátt er stutt við tungumál flóttamanna? Hverjar eru helstu áskoranirnar, af hverju getum við lært og hvað má gera betur? 

Í tengslum við Alþjóðlega móðurmálsdaginn efnir Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar til málþingsins „Refugees from the Middle East and their languages in Iceland: experiences, challenges, and prospects“ þar sem reynsla flóttamanna af tungumálalandslagi Íslands verður rædd, meðal annars aðgengi að túlkaþjónustu og móðurmálskennslu. Þrátt fyrir almenna viðurkenningu á því að frelsi til að tjá okkur á eigin tungumáli sé einn grundvallarréttur einstaklinga, þá fylgja því fjölmargar áskoranir, ekki síst í löndum eins og Íslandi með takmarkaða reynslu af móttöku flóttafólks frá Mið-Austurlöndum. Með málstofunni vill Vigdísarstofnun skapa vettvang þar sem raddir og reynsla flóttafólks á Íslandi af tungumálum og tungumálaréttindum fær að heyrast. 

Fyrirlesarar á málþinginu eru Erna Huld Ibrahimsdóttir og Qusay Odeh, sem hafa langa reynslu af túlkun, og Þórir Jónsson Hraundal, lektor og námsbrautarformaður Mið-Austurlandfræða við Háskóla Íslands.

Málþingið fer fram í Auðarsal, Veröld - húsi Vigdísar þann 28. febrúar og hefst kl. 17:00.

facebook

 

 

Málþingið "Refugees from the Middle East and their languages in Iceland" verður haldið í Veröld - húsi Vigdísar þann 28. febrúar

Málþing: Refugees from the Middle East and their languages in Iceland