Skip to main content

Málþing meistaranema á Menntavísindasviði

Málþing meistaranema á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. janúar 2023 13:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stofur: K205, K207 og K208

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 25. janúar 2023 verður Málþing meistaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haldið í Stakkahlíð.

Hátt í 20 meistaranemar sem útskrifast í febrúar 2023 flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum. Viðfangsefni útskriftarnemanna eru fjölbreytt, dæmi um titla meistaraverkefna:

  • Tækni og tónmennt: Horft til framtíðar
  • „Eitt leiðir að öðru og…“ Hvernig framhaldsskólanemar vinna með samþykki í kynferðislegum aðstæðum
  • Námsefni sem ætlað er að auka orðaforða og lesskilning fjöltyngdra nemenda
  • Viðhorf mótar verklag: Upplifun framhaldsskólakennara af kennslu einhverfra nemenda með sértækan stuðning

Dagskráin verður á 2. hæð í Kletti í Stakkahlíð og hefst kl. 13.00 með ávarpi forseta Menntavísindasviðs. Málstofur verða í stofum K205, K207 og K208. Kaffiveitingar verða kl. 15.20 eftir að málstofum lýkur.

Skoða dagskrá

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Málþingsvefur – rafrænt málþing: 
Í framhaldi af málþinginu, þann 26. janúar, verður opnaður málþingsvefur. Þá munu gestir geta farið á vef málþingsins (https://malthing.menntamidja.is/) og séð þar upptökur með erindum nemenda, ágrip og glærur og sent viðkomandi nemanda spurningar eða athugasemdir. Vefur rafræna málþingsins verður opinn 26.–30. janúar. Þá verður lokað fyrir athugasemdakerfið en hægt verður að skoða kynningar nemenda til loka febrúar.

Málþing meistaranema

Málþing meistaranema á Menntavísindasviði