Skip to main content

Málstofa Farsældarnets: Áskoranir rannsakenda sem vinna rannsóknir með börnum

Málstofa Farsældarnets: Áskoranir rannsakenda sem vinna rannsóknir með börnum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2023 13:00 til 14:00
Hvar 

Háskólatorg

- HT 300

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Erindi á vegum Félagsráðgjafardeildar.
Fyrirlesari: Hervör Alma Árnadóttir, dósent.

Áhersla á þátttöku barna í rannsóknum sem varða líf þeirra og aðstæður hefur aukist á síðust áratugum. Þó niðurstöður rannsókna hafi bent til þess að þátttaka barna í rannsóknum hafi almennt aukist, þá virðist sá hópur barna sem nýtur sérstaks stuðnings frá mennta- og velferðarkerfi oft vera skilinn útundan og síður vera boðinn þátttaka í rannsóknum. Ástæður þess virðast að einhverju leyti liggja í því flókna ferli sem rannsakendur þurfa að vinna sig í gegnum til þess að fá aðgengi að þessum hópi barna.

Í erindinu verður fjallað um áskoranir sem rannsakendur mæta þegar unnið er að því að fá börn sem njóta sérstaks stuðnings velferðar –og menntakerfa til þátttöku rannsóknum og bent á mögulegar leiðir til að sigrast á þeim áskorunum.