Skip to main content

Málstofa: Decolonisation of Higher Education: Perspectives from Postcolonial Contexts

Málstofa: Decolonisation of Higher Education: Perspectives from Postcolonial Contexts  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. apríl 2023 15:00 til 17:00
Hvar 

Háskólatorg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 13. apríl munu alþjóðlegur Jafnréttisskóli (GRÓ GEST) og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum standa fyrir málstofunni Decolonisation of Higher Education. Perspectives from Postcolonial Contexts. Þar munu þátttakendur frá háskólum í Jamaíka, Úganda, Líbanon og Kenía ræða sjónarmið síðnýlenda í samhengi háskólamenntunar. Málstofan er hluti af rannsóknaverkefninu Afnýlenduvæðing æðri menntunar í norrænu samhengi sem er leitt af Giti Chandra, sérfræðingi hjá GEST og RIKK. Þátttakendur málstofunnar koma frá samstarfsháskólum GRÓ GEST og koma hingað með stuðningi frá Erasmus+ styrkjakerfinu.

Í málstofunni munu þátttakendur ræða málefni afnýlenduvæðingar út frá sjónarhorni heimalanda sinna sem fyrrum evrópskra nýlenda. Einnig munu þau ræða háskólamenntun í því sem oft er nefnt „hnattræna suðrið“, tengsl þess við „hnattræna norðrið“ og þá sérstaklega áhrif þeirra tengsla á kennslufræði, rannsóknir og kennsluskrár.

Fimmtudaginn 13. apríl munu alþjóðlegur Jafnréttisskóli (GRÓ GEST) og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum standa fyrir málstofunni Decolonisation of Higher Education. Perspectives from Postcolonial Contexts.

Málstofa: Decolonisation of Higher Education: Perspectives from Postcolonial Contexts