Skip to main content

Löndin sem við berum okkur saman við

Löndin sem við berum okkur saman við - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. maí 2023 14:00 til 16:00
Hvar 

Oddi

Oddi -101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Félagsfræðin, Stjórnmálafræðin, Félagsvísindastofnun og Félagsvísindasvið boða til málþings um framtíð þátttöku Íslands í alþjóðlegum rannsóknum í félagsvísindum, með áherslu á að byggja upp rannsóknarinnviði til framtíðar.

Lögð verður áhersla á: 1) Mikilvægi þátttöku Íslands í alþjóðlegum rannsóknum; 2) Hvað höfum við lært af slíkum rannsóknum? (European Social Survey, European Values Study, International Social Survey Programme, Comparative Studies of Electoral Systems og Comparative Candidate Surveys); og 3) Rannsóknarinnviðir í félagsvísindum og stefnumótun.

Lykilerindi verða flutt af Christof Wolf, forseta GESIS – Leibniz stofununarinnar í félagsvísindum og prófessor við Háskólann í Mannheim og Stephanie Steinmetz, dósent í félagsfræði við Háskólann í Lausanne og yfirstjórnanda International Social Survey Programme. Að auki gefa þær Ásdís Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunnar, Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði og Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði yfirlit yfir hvað við höfum lært af alþjóðlegum rannsóknum sem Ísland hefur tekið þátt í og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, ræðir um mikilvægi rannsóknarinnviða í félagsvísindum fyrir opinbera stefnumótun.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands heldur opnunarerindi og Stefán Hrafn Jónsson forseti Félagsvísindasviðs lokar málþinginu og er fundarstjóri.

Viðburðurinn verður á ensku.

Öll velkomin.

Lykilerindi verða flutt af Christof Wolf, forseta GESIS – Leibniz stofununarinnar í félagsvísindum og prófessor við Háskólann í Mannheim og Stephanie Steinmetz, dósent í félagsfræði við Háskólann í Lausanne og yfirstjórnanda International Social Survey Programme.

Löndin sem við berum okkur saman við