Skip to main content

Lokaráðstefna WELFARE verkefnisins

Lokaráðstefna WELFARE verkefnisins - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. janúar 2024 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Verkefnið WELFARE – Designing the future welfare systems hefur það markmið byggja upp færni í samfélagslegu nýsköpunarstarfi meðal fagfólks, þriðja geirans og háskólanema. Vaxandi, miðstöð um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands, leiðir verkefnið sem unnið er í samstarfi við háskóla og samfélagsfyrirtæki í Belgíu, Litháen og Grikklandi. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins.

Lokaráðstefna verkefnisins fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 30. janúar kl. 13-16 og hún er öllum opin. Hún verður einnig í streymi.

Á ráðstefnunni mun fjölbreyttur hópur fyrirlesara kynna menntun, stuðningsumhverfi og nýsköpunarverkefni tengd samfélagslegri nýsköpun. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Lars Hulgård, prófessor við Háskólann í Hróarskeldu í Danmörku, en hann mun fjalla um stuðningsumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar í norræna velferðarkerfinu.

Sjá dagskrá https://vaxandi.hi.is/lokaradstefna-welfare/

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Lokaráðstefna WELFARE verkefnisins 

Lokaráðstefna WELFARE verkefnisins