Skip to main content

Leitin að lokaviðmiðinu. Af hverju gildiskeðjan þarfnast endurskoðunar.

Leitin að lokaviðmiðinu. Af hverju gildiskeðjan þarfnast endurskoðunar. - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. september 2022 12:15 til 13:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fjöldi kenninga í réttarheimspeki lýtur að svokallaðri gildiskeðju lagareglna. Kjarninn í þessum kenningum er sá að allar lagareglur leiði lagagildi sitt á endanum af einhverju æðra viðmiði eða lokaviðmiði sem er við enda gildiskeðjunnar. Þekktar kenningar af þessum meiði eru t.d. viðurkenningarregla H.L.A. Hart (e. the rule of recognition) og grunnviðmið Hans Kelsen (þ. Grundnorm). Í erindi Hafsteins Dan Kristjánssonar, lektors við Lagadeild HÍ, verður þessi sýn á lögin gagnrýnd og færð rök fyrir því að skýra beri gildi lagareglna og gildiskeðjuna á annan hátt en eldri kenningar hafa gert. Innleggið byggir á erindi sem Hafsteinn Dan hélt áður við Cambridge háskóla.

Viðburðurinn er á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands.

Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor við Lagadeild HÍ

Leitin að lokaviðmiðinu. Af hverju gildiskeðjan þarfnast endurskoðunar.