Skip to main content

Kynningarfyrirlestur prófessors: Jón Ingvar Kjaran

Kynningarfyrirlestur prófessors: Jón Ingvar Kjaran  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2023 14:30 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skriða og Skáli

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Jón Ingvar Kjaran hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði. 

Í tilefni af því verður haldin kynningarfyrirlestur prófessors þann 25. október undir yfirskriftinni Um ofbeldi: Kynbundið ofbeldi og ofbeldi í garð hinsegin fólks. 

Jón Ingvar Kjaran er prófessor í félagsfræði og mannfræði menntunar við Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann lauk bakkalárprófi í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands, meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og doktorsprófi frá Háskóla Íslands. 

Jón Ingvar leggur áherslu í rannsóknum sínum á kyn, kynhneigð, félagslegt réttlæti, kynþátt og þjóðerni, ofbeldi og birtingarmyndir karlmennsku. Um þessar mundir leiðir hann tvö rannsóknarverkefni um kynbundið ofbeldi; annars vegar á karlkyns gerendur ofbeldis gegn konum og hins vegar um reynslu (innflytjenda) konur sem hafa verið beittar heimilisofbeldi/IPV. Undir leiðsögn Jóns Ingvars vinna fjórir doktorsnemar að þessum tveimur rannsóknarverkefnum og skoða þessi efni frá ólíkum sjónarhornum. Jafnframt vinnur hann sjálfstætt að tveimur öðrum verkefnum; annað er um hinsegin félagshreyfingar og hinsegin aktívista og hinsegin samtök í Indónesíu og Malasíu. Hitt er um reynslu HIV-jákvæðra karlmanna frá hinu hnattræna suðri (e. Global South). 

Hann var ráðinn í stöðu lektors við Menntavísindasvið, Háskóla Íslands árið 2016. Námsbrautarformaður Alþjóðanáms í menntunarfræðum við Háskóla Íslands frá 2021. Rannsakandi og námsbrautarstjóri hjá UNU-GEST (United Nations University Gender Equality Studies and Training) 2019-2020. 

Hann fékk framgang í stöðu prófessors við Háskóla Íslands við ráðningu í júlí 2021. 

Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni. 

.

Kynningarfyrirlestur prófessors: Jón Ingvar Kjaran