Skip to main content

Kynning á rannsóknarstofu raforkukerfa við HÍ

Kynning á rannsóknarstofu  raforkukerfa við HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. október 2022 14:00 til 15:00
Hvar 

VR-II

Stofa 148

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburður á Zoom

Á málstofunni kynnir Dr. Zhao Yuan rannsóknir og menntunartækifæri nýstofnaðrar rannsóknarstofu raforkukerfa (EPSLab) við Háskóla Íslands. Viðfangsefni stofunnar eru meðal annars rafhlöðuorkugeymslukerfi (BESS), rekstur og stýringar raforkukerfa, raforkumarkaður og verðlagning, skynvædd flutningakerfi og flutningafræði

Tvö námskeið eru haldin við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild á vegum starfsfólks stofunnar en það eru námskeiðin Rafmagnsvélar 1 og Greining raforkukerfa

Starfsfólk rannsóknarstofunnar er með sterk alþjóðlegt tengslanet, bæði við erlenda háskóla og atvinnulíf í Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss, Kína og Bandaríkjunum og hefur birt fjölda greina í virtum vísindatímaritum t.d. í IEEE Transactions on Smart Grid and Applied Energy. 

Um fyrirlesarann

Dr. Zhao Yuan er dósent við Rafmangs- og tölvuverkfræðideild HÍ og stjórnandi rannsóknarstofu raforkukerfa við HÍ. Hann starfaði áður sem vísindamaður við Swiss Federal Institute of Technology Lausanne (EPFL) og lauk doktorsprófi frá KTH Royal Institute of Technology (KTH), Comillas Pontifical University (COMILLAS) og Delft University of Technology (TU Delft) árið 2018.