Skip to main content

Kossinn sem hefur valdið titringi í spænsku þjóðfélagi

Kossinn sem hefur valdið titringi í spænsku þjóðfélagi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. september 2023 14:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Heimasvæði tungumálanna, 2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Elvira Méndez Pinedo, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, flytur erindi og tekur síðan þátt í pallborðsumræðum með Juan Pablo Mora, málvísindamanni frá Háskólanum í Sevilla, og Elíasi K. Portela ljóðskáldi. Rætt verður um umdeildan koss forseta Spænska knattspyrnusambandsins á Heimsmeistaramóti kvenna í Ástralíu í ágúst í málvísindalegu og lagalegu ljósi.

Viðburðurinn fer fram á vegum námsgreinar í spænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands á Heimasvæði tungumálanna í Veröld - húsi Vigdísar, föstudaginn 8. september og hefst kl. 14:00. Erindið og umræðan fara fram á ensku. Verið öll velkomin.

Mælt er með lestri þessara greina fyrir fundinn:

Eða að fylgst sé með umfjöllun fjölmiðla um málið: 

Landslið Spánar varð heimsmeistari kvenna í knattspyrnu 2023.

Kossinn sem hefur valdið titringi í spænsku þjóðfélagi