Skip to main content

Köld heilmyndun og upphafseldurinn - Fyrirlestur um örbylgjukliðinn

Köld heilmyndun og upphafseldurinn - Fyrirlestur um örbylgjukliðinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. janúar 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Viðburðinum verður streymt
Öll velkomin

Jón Emil Guðmundsson, lektor við Raunvísindadeild flytur erindið Köld heilmyndun og upphafseldurinn - Fyrirlestur um örbylgjukliðinn.

Streymishlekkur : Köld heilmyndun og upphafseldurinn

Ágrip:

Mælingar á örbylgjukliðnum — elsta ljósinu í alheiminum — hafa leikið veigamikið hlutverk í myndun hins staðlaða heimsfræðilíkans. Ýmsar tækninýjungar ættu að gera örbylgjusjónaukum framtíðarinnar kleift að gjörbreyta skilningi okkar á frumbernsku alheimsins, hinu viðtekna líkani öreindafræðinnar, þróun vetrarbrauta og vetrarbrautaþyrpinga og jafnvel hugmyndum um hulduefni. Stór þáttur þessara rannsókna snýr að mælingum sem varpa ljósi á óðaþenslu — kenningu um atburði sem hugsanlega áttu sér stað í upphafi alheimsins. Ótvíræð uppgötvun á ummerkjum frá óðaþenslu hefði víðtæk áhrif á heims- og öreindafræði en slíkar mælingar eru því miður ekki mögulegar án þess að við temjum okkur nýjar aðferðir við kvörðun sjónauka. Eftir stutta kynningu á sögu alheimsins ætla ég að nefna nokkra sjónauka sem verða notaðir á næstu árum og ræða hvernig rannsóknir við Háskóla Íslands, meðal annars svokölluð heilmyndun á kældum sjónaukum, munu varpa frekari ljósi á upphafseldinn.

Jón Emil Guðmundsson lauk B.Sc. í eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Í kjölfarið hóf hann nám við Princeton háskólann og lauk doktorsprófi árið 2014 undir handleiðslu prófessors William C. Jones. Doktorsritgerð fjallaði um tækjabúnaði og gagnagreiningu fyrir SPIDER loftbelgstilraunina og Planck gervihnöttinn. Eftir doktorsprófið fór Jón til Stokkhólmsháskóla þar sem hann starfaði sem nýdoktor og síðar sem sérfræðingur. Hann hóf störf við Háskóla Íslands sem lektor í september 2022.

Háskóli Íslands og Eðlisfræðifélag Íslands standa saman að þessum viðburði.

Erindinu verður streymt

Jón Emil Guðmundsson, lektor við Raunvísindadeild flytur erindið Köld heilmyndun og upphafseldurinn - Fyrirlestur um örbylgjukliðinn

Köld heilmyndun og upphafseldurinn

Dagskrá

16:00 - 17:00
Köld heilmyndun og upphafseldurinn