Skip to main content

Ísland®

Ísland® - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. september 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á fyrsta viðburði Viðskiptafræðideildar þetta skólaárið verður fjallað um vörumerki annars vegar og hugverkarétt hins vegar en þann 9. september síðastliðinn fór fram munnlegur málflutningur í máli Íslands gegn bresku verslanakeðjunni Iceland Foods Ltd fyrir fjölskipaðri áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO).

Á fundinum munu dr. Friðrik Larsen, dósent við Viðskiptafræðideild og Ásdís Magnúsdóttir, lögfræðingur, meðeigandi hjá Árnason Faktor og aðjúnkt við Lagadeild Háskólans í Reykjavík fjalla um vörumerki, hugverkarétt og mögulegar afleiðingar þessa málarekstrar fyrir Ísland.

 

Á fundinum munu Friðrik Larsen og Ásdís Magnúsdóttir fjalla um vörumerki, hugverkarétt og hvernig þetta allt tengist Íslandi.

Ísland®