Skip to main content

Ísland sem vænlegt verslunarland í alþjóðlegri verslun Danaveldis

Ísland sem vænlegt verslunarland í alþjóðlegri verslun Danaveldis - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. október 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 422

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og sérfræðingur í þjóðlendurannsóknum á Þjóðskjalasafni Íslands, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Ísland sem vænlegt verslunarland í alþjóðlegri verslun Danaveldis: Opinber umræða um afnám einokunar 1770-1772.

Málstofan verður í stofu 422 í Árnagarði, þriðjudaginn 17. október kl. 16:00–17:00. Verið öll velkomin.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá hugmyndum um nýtt hlutverk Íslands sem verslunareyju í alþjóðlegu verslunarkerfi Danaveldis á síðari hluta átjándu aldar. Dregin eru fram skrif um Ísland á árunum 1770–1772 en þá var tjáningarfrelsi við lýði og frjáls skoðanaskipti fjörug í Kaupmannahöfn. Ýmsir, bæði Danir og Íslendingar, komu fram á ritvöllinn og kynntu nýstárlegar hugmyndir um afnám einokunarverslunar. Fjallað verður um ólík sjónarmið um útfærslu frjálsara verslunarkerfis, einkum hugmyndir danska hagspekingsins og ritara Landbústjórnarfélagsins Christian Martfelts og guðfræðingsins Ove-Høegh Guldbergs, sem varð ári síðar valdamesti maður danska ríkisins í rúman áratug.

Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og sérfræðingur í þjóðlendurannsóknum á Þjóðskjalasafni Íslands.

Ísland sem vænlegt verslunarland í alþjóðlegri verslun Danaveldis