Skip to main content

Indland: Upanishad - sem undirstaða menningar og samfélags

Indland: Upanishad - sem undirstaða menningar og samfélags - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. mars 2023 12:00 til 12:45
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Heimasvæði tungumála, 2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Shilpa  Khatri Babbar, ICCR Chair of Indian Studies/ICCR og  gestakennari í indverskum fræðum við Háskóla Íslands heldur þrjá fyrirlestra undir yfirskriftinni Indland - innsýn í samfélag og menningu.

Fyrsti fyrirlesturinn nefnist Upanishad - sem undirstaða menningar og samfélags og verður haldinn á Heimasvæði tungumálanna á 2. hæð í Veröld fimmtudagurinn 9. mars kl. 12-12:45. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku.

Upanishad eru hluti af Vedaritum Indverja og veita góða innsýn í þessi fornu rit. Í fyrirlestrinum verður leitast við að varpa ljósi á þá heimspeki sem þar er sett fram og þá einkum þær hugmyndir sem hafa áhrif á daglegt líf hindúa.

Dr. Shilpa Khatri Babbar er félagsfræðingur frá Delhi School of Economics og starfar nú við Vivekananda Institute of Professional Studies við Guru Gobind Singh Indraprastha-háskólann í Nýju Delhi. Akademíska árið 2022-2023 dvelur hún á Íslandi á vegum Indian Council for Cultural Relations (ICCR) og gegnir starfi gestakennara og formanns indverskra fræða við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við kennslu um 25 ára skeið og það er henni sérstök ánægja að kynna indverska menningu, samfélag og heimspeki utan landsteinanna.

Dr. Shilpa  Khatri Babbar.