Skip to main content

Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir fyrir lýð, loftslag og lífríki

Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir fyrir lýð, loftslag og lífríki - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. maí 2022 16:00 til 18:00
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvað eru náttúrumiðaðar lausnir? Af hverju eru þær mikilvægar og hvernig tengjast þær loftslagsmálum, lífríkinu og velferð mannkyns?

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Norræna húsið bjóða til samtals um náttúrumiðaðar launsir og áhrif þeirra í víðu samhengi. Viðburðaröðin heitir "Í liði með náttúrunni".

Náttúrumiðaðar lausnir eru meðal öflugustu lausna sem við höfum til að sporna gegn og aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda og endurheimta líffræðilega fjölbreytni. Náttúrumiðaðar lausnir efla þó ekki aðeins umhverfið heldur skapa þær líka félagslegt, menningarlegt og fjárhagslegt virði.

Í ár eru náttúrumiðaðar launsir í forgrunni í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar og þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022.

Í opnunarviðburðinum bjóðum við upp á erindi og samtal um náttúrumiðaðar launsir á landi og í sjó, auk örerinda og pallborðs um hvernig náttúrumiðaðar lausnir tengast menningu, heilsu & velferð, efnahag og verkefnum stjórnarráðsins.

Endilega takið daginn frá! Nánari dagskrá verður auglýst innan skamms.
Viðburðurinn verður í Norræna húsinu 12. maí næstkomandi frá kl.
16-18 og í beinu streymi.

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Norræna húsið bjóða til samtals um náttúrumiðaðar launsir og áhrif þeirra í víðu samhengi. Viðburðaröðin heitir "Í liði með náttúrunni".

Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir fyrir lýð, loftslag og lífríki