Skip to main content

Hví er hamingjan mest á Norðurlöndum?

Hví er hamingjan mest á Norðurlöndum? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. maí 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Askja

N-132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Bo Rothstein, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Oxford- og Gautaborgarháskóla og stofnandi hinnar virtu Quality of Government Institute, fjallar um ástæður þess að hamingja mælist ítrekað einna mest á Norðurlöndunum, á opnum fundi í Háskóla Íslands þriðjudaginn 23. maí kl. 15:00. Í erindi sínu mun Bo m.a. fjalla um mikilvægi trúverðugra stofnana, lágmörkun spillingar, hámörkun lýðræðislegrar þátttöku borgaranna og ríkrar félagslegrar samheldni.

Fundinn heldur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélag Íslands. Fundurinn er haldinn í fyrirlestrasal 132 í Öskju og fer fram á ensku. Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Um Bo Rothstein

Bo Rothstein er heimsþekktur sænskur stjórnmálafræðingur sem hefur m.a. verið prófessor við Oxford háskóla og við háskólann í Gautaborg, sem hann tengist enn, auk þess að hafa verið gestaprófessor við fjölda háskóla, svo sem Cornell, Stanford og Harvard. Árið 2004 stofnaði hann hina virtu Quality of Government stofnun við háskólann í Gautaborg en rannsóknir Rothstein hafa ekki síst snúið að gæðum opinberra stofnana, trausti, spillingu og þátttökulýðræði. Sjá nánar um Bo Rothstein.

From its start in 2013 until today, every time the World Happiness Report (WHR) has published its annual ranking of countries, the five Nordic countries – Finland, Denmark, Norway, Sweden, and Iceland – have all been in the top ten, with Nordic countries occupying the top three spots in 2017, 2018, 2019, 2020, 2021 and 2022. When it comes to the level of average life evaluations the Nordic states are obviously doing something right. The question is what exactly makes Nordic citizens so exceptionally satisfied with their lives? This talk will critically review the existing explanations and present some new ones and also discuss possible threats to this situation and what other countries can learn from this.

Hví er hamingjan mest á Norðurlöndum?