Skip to main content

Hvað finnst Íslendingum um loftslagsbreytingar og umhverfismál?

Hvað finnst Íslendingum um loftslagsbreytingar og umhverfismál? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. janúar 2023 14:00 til 15:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

VH-023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvað finnst Íslendingum um loftslagsbreytingar og umhverfismál? Breytingar á viðhorfum almennings á milli 2010 og 2020

Fyrirlesarar: Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi í félagsfræði, Helga Ögmundardóttir, dósent í mannfræði, Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði

Umhverfismál og loftslagsbreytingar hafa verið í brennidepli undanfarna áratugi og viðhorf almennings gegna lykilhlutverki við mótun stefnu í málaflokknum. Ísland hefur tekið þátt í alþjóðlegu viðhorfakönnuninni (International Social Survey Programme) síðan 2009 og árin 2010 og 2020 var áherslan á viðhorf almennings til umhverfismála.

 Helstu niðurstöður þessara kannana sýna að Íslendingar eru sammála um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu vandamál. Þá hefur orðið skýr breyting á hvað Íslendingar telja að sé alvarlegasta umhverfisvandamálið, en árið 2010 taldi um þriðjungur að það væri ofnýting náttúruauðlinda (komið í tæp 14% árið 2020) en árið 2020 töldu rúmlega 43% að það væru loftslagsbreytingar (var 13% árið 2010). Mikill meirihluti almennings telur að aðgerðir í loftslagsmálum hafi jákvæðar afleiðingar en minnihluti telur að þær hafi neikvæðar afleiðingar. Í stærra samhengi hefur meirihluti Íslendinga áhyggjur af umhverfismálum og sértækar áhyggjur sem tengjast þeim hafa aukist frá 2010.

Niðurstöðurnar sýna jafnframt að konur og þau sem eru með háskólamenntun hafa almennt meiri áhyggjur af málefnum sem tengjast loftslagsbreytingum og umhverfismálum en þau sem ekki hafa slíka menntun.

Umhverfismál hafa verið í brennidepli undanfarið. Viðhorf almennings gegna lykilhlutverki í að móta stefnu í málaflokknum. Kynning á niðurstöðum viðhorfskannana (2010 og 2020).

Hvað finnst Íslendingum um loftslagsbreytingar og umhverfismál?