Skip to main content

Hvað er að gera hlutina vel? - Málþing um fagmennsku

Hvað er að gera hlutina vel? - Málþing um fagmennsku - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. nóvember 2022 14:00 til 17:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings um fagmennsku föstudaginn 4. nóvember. Hvað helgar fagleg viðmið á ólíkum sviðum og hver er þýðing þeirra?  Á málþinginu verður leitast við að varpa ljósi á fagmennskuhugtakið auk þess sem rýnt verður í birtingarmyndir og viðmið um fagmennsku á sviðum lögmennsku, fjölmiðlunar og heilbrigðisþjónustu.  

Málþingið fer fram í stofu 101 í Lögbergi, föstudaginn 4. nóvember, kl. 14:00 - 17:00.

Dagskrá

14:00  Málþingið setur Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar. 

14:10  Fagmennska, siðferði og lýðræði. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri. 

14:40  Að rækta með sér fagmennsku: sjónarmið heilbrigðisstarfsmanns. María K. Jónsdóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. 

15:00  Hver er þessi bonus pater? Berglind Svavarsdóttir, lögmaður og fyrrv. formaður Lögmannafélags Íslands. 

15:20  Kaffihlé 

15:40  Að sinna sínu: hugleiðing um fréttir og fagmennsku. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. 

16:00  Pallborðsumræður. Sigurður Kristinsson, Berglind Svavarsdóttir, Róbert Haraldsson, Þórður Snær Júlíusson og Ástríður Stefánssdóttir. Umræðum stýrir Vilhjálmur Árnason. 

17:00  Málþingslok 

Fundarstjóri: Páll Rafnar Þorsteinsson.