Skip to main content

Höfum við gleymt feðrunum? Föðurleggur og orsakir heilsu og sjúkdóma

Höfum við gleymt feðrunum? Föðurleggur og orsakir heilsu og sjúkdóma  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. maí 2023 8:00 til 9:00
Hvar 

Rafrænn fundur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Cecilie Svanes, Háskólinn í Bergen, fimmtudaginn 4. maí 2023, kl. 08:00 GMT/10.00 CET

Skráning fer fram hér

Um fyrirlesturinn

Geta markviss inngrip í einni kynslóð bætt heilsu á skilvirkan hátt í mörgum kynslóðum sem á eftir koma? Nýjar rannsóknir benda til þess að heilsa og sjúkdómar geti átt upptök sín í útsetningu mörgum árum fyrir getnað og að verðandi feður geti verið jafn mikilvægir og barnshafandi mæður fyrir heilsu afkvæma. Hugsanlega gætu umhverfisþættir eða vannæring – jafnframt gagnlegum inngripum – ekki aðeins haft áhrif á einstaklinginn sem verður fyrir þessari útsetningu, heldur einnig á þroska sæðis og eggja og þar með afkvæmi sem fæðast úr þessum frumum?

Um Nordic Global Health Talks

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 08:00 GMT/10:00 CET getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af 12 norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og frjáls öllum sem hafa áhuga á fræðigreininni og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla, en forskráning er nauðsynleg.

Hér má finna frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina:

https://globalhealth.ku.dk/nordic-talks

 

Fyrirlesari: Cecilie Svanes, Háskólinn í Bergen

Höfum við gleymt feðrunum? Föðurleggur og orsakir heilsu og sjúkdóma