Skip to main content

Hinsegin skyldleiki í Grimmsævintýrum: Gegn tvíhyggju

Hinsegin skyldleiki í Grimmsævintýrum: Gegn tvíhyggju - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. mars 2022 16:00 til 17:00
Hvar 

Oddi

stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburðurinn er á vegum námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði & Félags þjóðfræðinga á Íslandi.

Fyrirlesari er dr. Kay Turner.

Fyrirlesturinn er hluti af rannsókn á sögu þjóðfræðinnar í ljósi hinsegin fræða og skoðar möguleikann á hinsegin póststrúktúralískri greiningu og túlkun á ævintýrum, einkum Grimmsævintýrunum. Hinsegin skyldleiki er bersýnilegur í þessari tegund frásagna, t.a.m. í „Spunakonunum þremur“. Með því að skáskjóta ferskum augum á byggingu sögunnar reynir Turner að svara spurningunni sem Lévi-Strauss setti fram 1963: Hvernig andstæður geti sameinað í stað þess að sundra. Getum við spunnið nýjan þráð úr gömlu þeli? Hinsegin strúktúralismi þarf ekki að vera svo mikill „póstur“ að hann hafni andstæðutvenndum og sköpunarafli þeirra. En hinsegin strúktúralismi mun alltaf líka leita að þriðja stiginu: Þriðju leiðinni sem rýfur hina ímynduðu „heild“ andstæðnanna. Rofið birtist m.a. með erótískum og tilfinningalegum tilhneigingum sem brjóta gegn stigveldi tvenndanna í fjölskyldugerð og samfélagsgerð. Það er ekki nóg með að ævintýrin sjái svona rof fyrir heldur gera þau okkur kleift að ímynda okkur nýjar gerðir sambanda – valfjölskyldur – sem breyta samfélagsmynstrum og eru beinlínis nauðsynlegur þáttur í framtíð lífríkisins á jörðinni.

Dr. Kay Turner

Hinsegin skyldleiki í Grimmsævintýrum: Gegn tvíhyggju