Skip to main content

Háskóladagurinn á Egilsstöðum

Háskóladagurinn á Egilsstöðum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2022 10:30 til 12:30
Hvar 

Menntaskólanum á Egilsstöðum

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 21. mars verður Háskóladagurinn með kynningu í Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 10.30-12.30. Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða reiðubúnir til að spjalla við gesti á kynningunni.

Háskólar landsins hafa um árabil staðið sameiginlega fyrir Háskóladeginum í Reykjavík og jafnframt haldið námskynningar undir hatti Háskóladagsins á völdum stöðum úti á landi en undanfarin tvö ár hafa allar slíkar kynningar eingöngu verið á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Þar sem öllum samkomutakmörkunum hefur nú verið aflétt í landinu og til þess að gefa áhugasömum færi á milliliðalausu spjalli við fulltrúa háskólanna standa skólarnir sjö fyrir þremur viðburðum næstu vikuna.

Laugardaginn 19. mars verður Háskóladagurinn á Akureyri haldinn í Háskólanum á Akureyri (HA) kl. 12-15. 

Fimmtudaginn 24. mars verður kynning á vegum Háskóladagsins í Menntaskólanum á Ísafirði kl. 10.30 – 12.30.

Sem fyrr eru öll áhugasöm velkomin á kynningarnar.

Mánudaginn 21. mars verður Háskóladagurinn með kynningu í Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 10.30-12.30. Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða reiðubúnir til að spjalla við gesti á kynningunni.

Háskóladagurinn á Egilsstöðum