Skip to main content

Háskóladagurinn á Akureyri í HA

Háskóladagurinn á Akureyri í HA - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. mars 2022 12:00 til 15:00
Hvar 

Háskólinn á Akureyri

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskólar landsins verða með kynningar á öllu grunnnámi sínu í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 19. mars kl. 12-15.

Háskólar landsins hafa um árabil staðið sameiginlega fyrir Háskóladeginum í Reykjavík og jafnframt haldið námskynningar undir hatti Háskóladagsins á völdum stöðum úti á landi en undanfarin tvö ár hafa allar slíkar kynningar eingöngu verið á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Þar sem öllum samkomutakmörkunum hefur nú verið aflétt í landinu og til þess að gefa áhugasömum færi á milliliðalausu spjalli við fulltrúa háskólanna standa skólarnir sjö fyrir þremur viðburðum næstu vikuna.

Laugardaginn 19. mars verður Háskóladagurinn á Akureyri haldinn í Háskólanum á Akureyri (HA) kl. 12-15. Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða reiðubúnir til að spjalla við gesti á deginum.

Á staðnum verða einnig í boði í ýmis tæki og tól sem sýna vísindin í skemmtilegu og oft óvæntu sjónarhorni. Þannig geta gestir spreytt sig í LEGO-forritun, leiklistarsmiðju og mínískúlptúrasmiðju, tætt í sundur tölvur og sett aftur saman, þreytt þrekpróf lögreglumanna og fengið blóðþrýstingsmælingu. Sprengju-Kata verður enn fremur á svæðinu með sínar litríku efnafræðisýningar auk þess sem hægt er að kynna sér Snjallvagninn og fara í listabíó.

Mánudaginn 21. mars verður Háskóladagurinn svo með kynningu í Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 10.30-12.30 en þar verða fulltrúar frá öllum háskólunum sjö. 

Fimmtudaginn 24. mars er svo komið að Vestfirðingum en þá verður kynning á vegum Háskóladagsins í Menntaskólanum á Ísafirði kl. 10.30 – 12.30. Sem fyrr eru öll áhugasöm velkomin á kynninguna.  

Háskólar landsins verða með kynningar á öllu grunnnámi sínu í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 19. mars kl. 12-15.

Háskóladagurinn á Akureyri í HA