Skip to main content

Hagfræði, stjórnmál og menning: Þorvaldur Gylfason sjötugur

Hagfræði, stjórnmál og menning: Þorvaldur Gylfason sjötugur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. apríl 2022 16:30 til 18:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands býður til málþings í tilefni sjötugsafmælis Þorvaldar Gylfasonar.

Þorvaldur Gylfason er prófessor (emeritus) í hagfræði við Háskóla Íslands (frá 1983) og rannsóknarfélagi við CESifo (Center for Economic Studies) við Háskólann í München (frá 2000). Hann lauk doktorsprófi frá Princeton háskóla árið 1976, var hagfræðingur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) í Washington, DC, 1976-81, rannsóknarfélagi við IIES (Institute for International Economic Studies) við Stokkhólmsháskóla 1978-96, gistiprófessor í Princeton háskóla 1986-88 og ritstjóri European Economic Review 2002-10. Þorvaldur hefur auk þess sinnt ráðgjafarstörfum fyrir margar alþjóðastofnanir. Eftir hann liggja um 300 birtar fræðigreinar og 24 bækur auk rösklega 1.000 blaðagreina og 100 sönglaga. Hann var einn af 25 fulltrúum í Stjórnlagaráði frá 1. apríl til 29. júlí 2011, kjörinn af þjóðinni og skipaður af Alþingi til að endurskoða stjórnarskrá Íslands.

Málþingið verður haldið föstudaginn 29. apríl frá 16:30 til 18:30 í Hátíðasal Háskóla Íslands – aðalbyggingu.

Dagskrá:

  • Gylfi Magnússon – ávarp
  • Stutt erindi um hagfræði
    • Eduard Hochreiter - A lifelong friendship
    • Arne Jon Isachsen - Oil and gas extraction and economic rent - the case of Norway.
    • Lars Jonung - The problems of inflation targeting originate in the monetary theory of Knut Wicksell
    • Gauti Eggertsson - The aging hypothesis
    • Gylfi Zoega - The economics of dissent
  • Nýja stjórnarskráin
    • Katrín Oddsdóttir - Nýja stjórnarskráin - áratug síðar og enn er barist
  • Tónlistaratriði
    • Bjarni Thor Kristinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir flytja valin lög úr sönglagasafni Þorvaldar Hann er eins og vorið.

Að málþingi loknu verður móttaka á Háskólatorgi

Þorvaldur Gylfason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands

Hagfræði, stjórnmál og menning: Þorvaldur Gylfason sjötugur